PFSK: Austurland er svæðið sem gefur þér kraftinn til að skapa

9315584202 048df332e5 bAusturland er svæði sem lífgar upp á sköpunargáfuna að mati bandarísks vefrits sem sérhæfir sig í umfjöllun um það nýjasta í hönnun og uppfinningum. Sjálfsagt þykir að nota veturna til að heimsækja svæðið.

„Ef þú hefur komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt sé að hressa upp á sköpunargáfuna skaltu bóka þér far til Austurlands," segir í inngangi umfjöllunar PFSK um fjórðunginn.

Hún ber yfirskriftina „10 Ways Iceland Cures the Creative Blues" eða „Tíu aðferðir sem Ísland notar til að losa um sköpunarstífluna."

Austurlandi er lýst sem þeim hluta Íslands sem ferðamenn heimsæki síður og sé því hljóðlátara. Fólk og náttúra séu andstæður sem kallist á en lifi samt í nánu samneyti.

„Vissulega er Ísland staður til að heimsækja á sumrin með endalausum dögum, yndislegu landslagi og lifandi menningu – en það var í heimsókn okkar til Austurlands þar sem við kynntumst leyndarmálum svæðisins og gerðum okkur grein fyrir að það er fullkominn áfangastaður í kaldari mánuðunum."

Vefritinu PFSK.com er haldið út frá New York í Bandaríkjunum. Markmið þess er að vera veita þeirri 1,5 milljón lesenda, sem líta þar við í hverjum mánuði, innblástur og upplýsingar um það nýjasta sem er að gerast í hönnun, markaðssetning og tækniþróun.

Tíu hluti sem hægt er að gera, njóta, kynnast eða heimsækja til að koma huganum á hreyfingu á Austurlandi að mati PFSK.

1. Þögn
2. Gönguferðir
3. Álfar
4. Mosi
5. Heimafólkið
6. Sögurnar
7. Heitar laugar
8. Spenna
9. Litlir hestar
10. Hljóðin

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.