Skip to main content

Austfirðingur stýrir þróun nanótækni við lyfjagjöf

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. des 2013 14:34Uppfært 18. des 2013 13:46

gudrun marta asgrimsdottirGuðrún Marta Ásgrímsdóttir, lyfjafræðingur frá Egilsstöðum, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Oculis sem þróað hefur nýja tegund augndropa sem byggja á nanótækni.


Guðrún Marta var kynnt til sögunnar í jóladagatali Nýsköpunarmiðstöðvar í síðustu viku en þar er farið yfir vænleg íslensk sprotafyrirtæki.

Augndropana má nota til að meðhöndla sjúkdóma í bakhluta augans í stað þess að sprauta lyfjum með nál í augað.

Fyrirtækið hefur þróað lyfjaferjur með nanótækni sem notaðar eru til að koma lyfjum inn í augað. Þannig er hægt að einfalda lyfjagjöfina og gefa þau aðeins einu sinni á dag en ná um leið meiri árangur. „Ekki þarf að fjölyrða um lífsgæðin sem þessu fylgir," segir í jóladagatalinu.

Guðrún Marta er sem fyrr sagði framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að baki hugmyndinni eru Þorsteinn Loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands og Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum.

Rannsóknir á nýju augndropunum eru í gangi í Reykjavík, Tel Aviv og Japan.

Guðrún Marta er dóttir Mörtu Kristínar Sigmarsdóttur, sem var sérkennari á Egilsstöðum og Ásgríms Þórs Ásgrímssonar, bólstrara. Guðrún Marta er því að miklu leyti alin upp á svæðinu en hún starfi meðal annars á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum á sínum tíma.