Austurvarp: Vá hvað ég væri til í að vera að austan!
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 07. nóv 2013 09:00 • Uppfært 10. nóv 2013 23:55
Austfirska hljómsveitin Bloodgroup kom fram á Airwaves tónlistarhátíðinni í sjöunda sinn þegar hátíðin var haldin um síðustu helgi og spilaði alls á fernum tónleikum.
Bloodgroup var stofnuð af systkinunum Ragnari, Halli og Lilju Kristínu Jónsbörnum auk Janusar Rasmussen. Lilja hætti síðan í sveitinni árið 2010 en Sunna Margrét Þórisdóttir tók við hennar stöðu.
„Ég er ekki að austan en vá, hvað ég væri til í að vera að austan," segir Sunna Margrét Þórisdóttir sem er sú eina sem ekki hefur búið á Austurlandi í lengri eða skemmri tíma.