Saga KHB í 100 ár

KHB-kapa-forsÚt er komin bókin 100 ára saga Kaupfélags Héraðsbúa. Félagið var stofnað á Skeggjastöðum í Fellum 19. apríl árið 1909. Það á sér því aldar langa sögu og var á 20. öldinni einn af burðarásunum í austfirsku atvinnulífi með verslun og fjölbreytta starfsemi bæði á Héraði og niður á fjörðum. Við breytta viðskiptahætti og þróun samfélagsins í lok 20. aldar tók að harðna á dalnum í rekstri samvinnufélaga og neyddist KHB til að leita nauðasamninga árið 2009 á 100 ára afmælinu.

Jón Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður kaupfélagsins, hefur fært söguna í letur og gerir það vel og skemmtilega. Bókin er 247 síður og ríkulega myndskreytt. Hún hefur að geyma sögu, ekki bara Kaupfélagsins, heldur kemur líka inn á sögu Austurlands og hvernig starfsemi félagsins hafði áhrif á uppbyggingu á Reyðarfirði og vöxt þéttbýlis á Héraði.

Jón byrjar á að rekja sögu Pöntunarfélags Fljótsdalshéraðs sem stofnað var 1885 en KHB var reist á rústum þess. Hann fetar sig síðan eftir öldinni, rekur sögu verslunar, bílaútgerðar, byggingaframkvæmda og sjávarútvegs svo eitthvað sé talið af fjölbreyttum viðfangsefnum félagsins. Frásögnina kryddar hann öðru hvoru með glettnum frásögnum af mönnum og atburðum.

Þetta er fróðleg og skemmtileg bók sem erindi við alla, ekki síst þá sem alist hafa upp á félagssvæði KHB og þá sem aðfluttir eru á svæðið og hafa áhuga á að kynna sér sögu þess.

Bókinni er skipt í 11 kafla sem spanna 10 ár hver og hefur að geyma auk þess, góða heimilda- og nafnaskrá. Jóni til stuðnings var ritnefnd sem var skipuð var Bergljótu Þórarinsdóttur, Birni Ágústssyni og Skúla Birni Gunnarssyni.

Útgefandi bókarinnar Bókaútgáfan Hólar en bókin er prentuð og bundin í Héraðsprenti ehf. á Egilsstöðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.