Gefur út sína fyrstu ljóðabók: Sálarhjálp að skrifa ljóð

steinunn fridriksdottir webSteinunn Friðriksdóttir sendir fyrir jólin frá sér sína fyrstu ljóðabók sem heitir „Orð." Hún segir sálarhjálp fólgna í að yrkja ljóð og hún hafi viljað koma bókinni frá sér til að ljúka ákveðnum kafla í lífi sínu og byrjað á þeim næsta.

„Það er fjögurra ára gömul hugmynd að gefa ljóðin mín út. Aðallega til þess að eiga þau einhversstaðar á prenti en líka til þess að losa mig við ákveðinn part af lífinu, geta lokað á hann og hafið nýjan kafla," segir Steinunn.

Steinunn, sem er tvítug og frá Egilsstöðum, og stundar nám í frönsku og íslensku við Háskóla Íslands. Hún segist hafa skrifað síðan hún var pínulítil. Ljóð hafi hún byrjað að skrifa af alvöru, undir hefðbundnu bragformi og á íslensku, árið 2009.

„Það er sálarhjálp fólgin í því að skrifa ljóð. Ég held að öll skáld kannast örugglega við að sitja einhversstaðar í sjálfsvorkunn um miðja nótt, glápandi á stjörnurnar og þurfa bara að frussa út úr sér orðum, losna við hugsanirnar sem hringsnúast í höfðinu. Bókin er semsagt svolítill tilfinningarússíbani."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.