Hárgreiðslurnar fyrir hátíðarnar: Karamellulitur, fléttur og fótboltamenn
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. des 2013 18:32 • Uppfært 18. des 2013 23:51
Margir nýta tækifærið til að fá sér nýja hárgreiðslu fyrir jólin. Við fengum Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur og Arnfríði Hafþórsdóttur hjá Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði til að fara með okkur yfir nokkrar töff hárgreiðslur fyrir hátíðarnar.
Þetta er mjög einföld en töff greiðsla sem flestir ráða við. Með því að setja fléttuna upp sjást vel strípurnar sem eru settar í neðri hluta hársins en það er mjög vinsælt í dag.


Svo er það síða hárið sem er alltaf vinsælt. Í dag eru karamellulitirnir mjög vinsælir og mjög töff að gera hreyfingu í hárið með ljósari tónum.
Stuttu klippingarnar eru mikið inn þó það sé kominn vetur. Að raka hliðar og jafnvel hnakka en leyfa samt hárinu að detta yfir þetta stutta er mjög töff og vinsælt.

Hjá strákunum stjórna fótboltamennirnir stórum hluta tískustraumsins. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmaður, er með mjög töff línu sem margir vilja og svo má nefna Gareth Bale og fleiri góða.
Síðan má ekki gleyma því að hver og einn mótar sína eigin tísku. Það er allt leyfilegt. Munum eftir umhirðu hársins. Góð sjampó og næring eru nauðsynleg fyrir hár, sérstaklega í hár sem meðhöndlað hefur verið með efnum.
Núna, þegar allir punta sig sérstaklega mikið og blása og slétta hárið má ekki gleyma góðum blástursefnum og hitavörnum fyrir sléttujárnin.
Núna, þegar allir punta sig sérstaklega mikið og blása og slétta hárið má ekki gleyma góðum blástursefnum og hitavörnum fyrir sléttujárnin.