Á næstu línu: Grunntónninn er leitin að ást og hamingju
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. des 2013 15:08 • Uppfært 19. des 2013 15:09
„Á næstu línu" er fyrsta ljóðabók Huldu Sigurdísar Þráinsdóttur. Hún segir grunntón bókarinnar vera leitina að ást og hamingju en hún leitist við að sjá skoplegu hliðarnar á mannlífinu.
„Ég fæ efni bókarinnar frá ýmsum tímum og úr ólíkum áttum," segir Hulda Sigurdís sem starfar sem bókavörður við Menntaskólann á Egilsstöðum.
„Þarna eru draumórakenndar vangaveltur um lífið og tilveruna og gráglettnar hversdagsmyndir. Ég reyni að sjá skoplegu hliðar tilverunnar auk þess sem ástin í sínum margbreytileika er sjaldnast langt undan.
Í mjög einfölduðu máli má segja að grunntónn bókarinnar sé leitin að ást og hamingju."
Í bókinni eru 50 ljóð, öll óhefðbundin og flest frekar stutt.