Tíu sniðugar austfirskar jólagjafir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. des 2013 17:00 • Uppfært 19. des 2013 17:03
Tölur undanfarinna ára sýna að veltan er mest í jólaversluninni síðustu dagana fyrir jól. Við litum við í hönnunarbúðinni Húsi handanna og fórum yfir tíu sniðugar austfirskar afurðir í jólapakkann.
Viskastykki frá Flóru:Hannað af Ingunni Þráinsdóttur með vísan í munstur úr jurtaríki Vatnajökulsþjóðgarðs.
Púðaver með hreindýramynd: Framleitt hjá Lagði á Blönduósi en myndin er tekin á Fagradal af Skarphéðni Þórissyni. Kósý gjöf.
Dyrfjallabollar: Bollarnir frá Anne Kamp hafa slegið í gegn. Gjöfin fyrir te- og kaffidrykkjumanneskjuna.
Álfa- og Herðubreiðarmálverk: Vinsælar gjafir fyrir fólk sem flutt hefur af svæðinu. Falleg vinagjöf.
Gibba, gibb snagar: Hulda Eðvaldsdóttir nútímavæddi fatasnaga með kindahornum sem afi hennar, Jón Stefánsson úr Möðrudal, smíðaði.
Matarkörfur frá Austfirskum krásum: Veldu það sem þér þykir best af Austurlandi. Klassísk gjöf fyrir þá sem eiga allt.
Gormavettlingar: Vettlingarnir, sem Anna María Arnfinnsdóttir prjónar, eru sérstakir og vekja athygli. Hlý gjöf.
Talnabönd: Ríkey Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði saumar einstök armbönd úr tölum í mismunandi litum.
Ömmukollurinn: Smíðagripur sem samofinn er sögu Egilsstaða. Nýjasta útgáfan sem smíðuð af Markusi Nolte. Kjörin geymsla fyrir hannyrðir og smáhluti.
Hitaplattar: Hannaðir og smíðaðir af Markusi Nolte með sterka tilvísun í austfirska náttúru og sögu. Hægt er að taka plattana í sundur og nota til að stilla upp og fegra heimilið. Bæði nytsamleg og falleg gjöf.