Gettu betur: VA mætir MS og ME Suðurnesjum

me gettu betur 2013 0002 webVerkmenntaskóli Austurlands mætir Menntaskólanum í Sund í fyrstu keppni Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar keppnin hefst í janúar. Menntaskólinn á Egilsstöðum verður hins vegar í næst síðustu keppninni gegn Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

Dregið var á miðvikudag. Fyrsta umferðin að þessu sinni verður tvær helgar í janúar en til þessa hefur verið keppt á kvöldum á virkum dögum.

Björn Bragi Arnarson er nýr spyrill keppninnar og þau Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack spurningahöfundar.

Fimmtán viðureignir eru í fyrstu umferðinni og kemst stigahæsta tapliðið áfram í aðra umferð í útvarpinu. Átta sigurlið þaðan fara í sjónvarpshlutakeppninnar sem hefst föstudaginn 31. janúar.

VA mætir MS klukkan 13:00 laugardaginn 11. janúar. Viðureign FSS og ME verður á móti klukkan 13:30 sunnudaginn 19. janúar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.