Gettu betur: VA mætir MS og ME Suðurnesjum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. des 2013 12:50 • Uppfært 20. des 2013 13:02
Verkmenntaskóli Austurlands mætir Menntaskólanum í Sund í fyrstu keppni Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar keppnin hefst í janúar. Menntaskólinn á Egilsstöðum verður hins vegar í næst síðustu keppninni gegn Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Dregið var á miðvikudag. Fyrsta umferðin að þessu sinni verður tvær helgar í janúar en til þessa hefur verið keppt á kvöldum á virkum dögum.
Björn Bragi Arnarson er nýr spyrill keppninnar og þau Steinþór Helgi Arnsteinsson og Margrét Erla Maack spurningahöfundar.
Fimmtán viðureignir eru í fyrstu umferðinni og kemst stigahæsta tapliðið áfram í aðra umferð í útvarpinu. Átta sigurlið þaðan fara í sjónvarpshlutakeppninnar sem hefst föstudaginn 31. janúar.
VA mætir MS klukkan 13:00 laugardaginn 11. janúar. Viðureign FSS og ME verður á móti klukkan 13:30 sunnudaginn 19. janúar.