Skip to main content

Þýskt jólabrauð í heita pottinum í morgun

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. des 2013 13:07Uppfært 20. des 2013 13:10

jolakaffi heiti potturinnÞað var glatt á hjalla í heita pottinum í sundlaug Egilsstaða í morgun þegar boðið var upp á árlegt jólakaffi. Heimabakaðar kökur voru á boðstólnum og rætt um stofnum kótelettufélags.


Hjá fastagestum hefur myndast sá siður skömmu fyrir jól að gera sér glaðan dag með jólakaffi. Þær Guðlaug Bachmann og Helga Alfreðsdóttir mættu með sörur, blúndur og þýska stollan jólabrauðið.

Í morgun voru menn því heldur lengur í pottinum en vanalega og ræddu af vana landsins gagn og nauðsynjar. Meðal þess sem mun hafa borið á góma í morgun var hugsanleg stofnun félags kótelettuáhugamanna á Fljótsdalshéraði.

Mynd: Andri Guðlaugsson