Skip to main content

Níundi bekkur Egilsstaðaskóla samdi jólalag fyrir umsjónarkennarana – Myndband

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. des 2013 17:26Uppfært 21. des 2013 17:30

9bekkur egs jolalagNíundi bekkur Egilsstaðaskóla óskaði umsjónarkennurum sínum gleðilegra jóla með því að semja jólatexta við erlent lag og taka upp vandað myndband sem fylgdi með.


Textinn heitir „Jólin eru frábær“ og er gerður við lag Miley Cyrus, „We can't stop." Lagið var tekið upp í hljóðveri undir stjórn Halldórs Warén í Sláturhúsinu. Bekkurinn söng allur í laginu.

Umsjónarkennarar bekkjarins eru Anna Björk Guðjónsdóttir og Sigfús Guttormsson en þau léku einnig í upptökum myndbandsins.