Helgihald í austfirskum kirkjum um jól og áramót

egilsstadakirkjaMessað verður í flestöllum kirkjum á Austurlandi um jólin. Hér gefur að líta lista yfir þá viðburði sem verða í kirkjunum um jól og áramót.

24. desember, aðfangadagur jóla
Bakkagerðiskirkja: Aftansöngur kl. 17. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Kristján Gissurarson. (Valdi veður og færð messufalli verður í staðinn messað í kirkjunni á annan í jólum kl. 14.)
Djúpavogskirkja: Aftansöngur kl. 18.
Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde. Jólanæturmessa kl. 23. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde.
Eiðakirkja: Jólanæturguðsþjónusta kl. 23. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Kristján Gissurarson.
Eskifjarðarkirkja: Náttsöngur kl. 23:30.
Fáskrúðsfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Heydalakirkja: Náttsöngur kl. 23.00.
Norðfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Kirkjuselið í Fellabæ: Helgistund kl. 23. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Reyðarfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18.
Seyðisfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir.
Stöðvarfjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 18
Vopnafjarðarkirkja: Aftansöngur kl. 17.

25. desember, jóladagur
Áskirkja í Fellum: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Drífa Sigurðardóttir.
Fáskrúðsfjarðarkirkja: Hátíðarstund á Uppsölum kl. 13. Hátíðarmessa í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 14.
Hofskirkja í Vopnafirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Kirkjubæjarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.
Norðfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Seyðisfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta á Sjúkrahúsi Seyðisfj. kl. 13 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 14. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Sigurbjörg Kristínardóttir.
Sleðbrjótskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15. Prestur sr. Þorgeir Arason, organisti Magnús Magnússon. Kór Kirkjubæjar- og Sleðbrjótskirkna syngur.
Valþjófsstaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 17. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Kristján Gissurarson.
Þingmúlakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Torvald Gjerde.

26. desember, annar í jólum
Berufjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Egilsstaðakirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í kirkjunni og á Sjúkradeild Egilsst. kl. 15. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Torvald Gjerde.
Eskifjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Heydalakirkja í Breiðdal: Hátíðarguðsþjónusta kl. 13.00
Hjaltastaðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 16. Prestur sr. Vigfús I. Ingvarsson, organisti Suncana Slamning.
Hofteigskirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Lára G. Oddsdóttir, organisti Leif Kristján Gjerde.
Norðfjarðarprestakall: Jólaguðsþjónusta í Breiðabliki kl. 10:30.
Reyðarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14
Stöðvarfjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00
Vopnafjarðarkirkja: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 14. Börn sýna jólahelgileikinn.

29. desember, sunnud. milli jóla og nýárs
Hofskirkja í Álftafirði: Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Mjóafjarðarkirkja: Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. (Ef veður leyfir).

31. desember, gamlársdagur
Egilsstaðakirkja: Aftansöngur kl. 16. Prestur sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, organisti Torvald Gjerde.

1. janúar, nýársdagur
Vopnafjarðarkirkja: Hátíðarmessa kl. 15.

3. janúar, föstudagur
Egilsstaðakirkja: Jólatónleikar kirkjunnar kl. 20. Kórar kirkjunnar syngja með hljóðfæraleikurum. Stjórnandi Torvald Gjerde. Ókeypis aðgangur.
Kyrrðarstundir í safnaðarheimili Egilsstaðakirkju, Hörgsási 4 alla mánudaga kl. 18.
Opið hús í Kirkjuselinu í Fellabæ alla miðvikudaga kl. 16:00-18:00.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.