Austfirðingur með smásögu í útgáfu meðlima Rithringsins

rithringur cover 2013Elísabet Kjerúlf frá Vallholti í Fljótsdal, á eina sögu í nýútkomnu smásagnasafni meðlima Rithringsins „Þetta var síðasti dagur lífs míns" sem kom út fyrir skemmstu.

Allar smásögurnar átján í bókinni byrja á sömu setningunni sem einnig er titill bókarinnar. Fyrsta smásagnasafn Rithringsmeðlima kom út í fyrra og því var ákveðið að halda áfram í ár.

Það er samvinnan og hjálpsemin sem halda höfundunum saman á Rithringum. Þeir gagnrýna fyrir hvern annan, deila með sér upplýsingum og ráðleggja hver öðrum í samkeppninni. En á Rithringnum eru allir jafnir og allir fá að vera með og það er alltaf opið fyrir nýjum höfundum þar.

Elísabet Kjerúlf er fædd 8. desember 1957 að Vallholti í Fljótsdal. 1985 útskrifaðist hún sem tannfræðingur frá Tannlæknaháskólanum í Árósum og starfar nú á tannlæknastofu Halls og Petru á Selfossi og í Reykjavík.

Hún hefur gengt trúnaðarstörfum innan Félags íslenskra tannfræðinga og er formaður félagsins.

Elísabet er nýliði á ritvellinum en var með tvær smásögur í fyrri Rithringsbókinni í fyrra auk þess sem efni frá henni hefur birst í blöðum og netmiðlum.

Elísabet er með söguna Kvöldverðurinn í Smásögur 2013.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.