Við leitum að Austfirðingi ársins
Líkt og í fyrra stendur Austurfrétt fyrir vali á Austfirðingi ársins. Kosningin sjálf fer fram á nýja árinu en fyrst leitum við að tilnefningum. Sendið ykkar uppástungur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða komið þeim á framfæri á Facebook-síðu Austurfréttar.Í fyrra var það Árni Þorsteinsson í Neskaupstað sem hlaut viðurkenninguna en hann sagði frá reynslu sinni af snjóflóðunum í Neskaupstað árið 1974 í Útkallsbók sem kom út skömmu fyrir jólin.