Áramótabrennur færðar framar á kvöldið

flugeldar jokulsarlonFjölmörg austfirsk sveitarfélög standa fyrir áramótabrennum á morgun. Á Reyðarfirði og Djúpavogi verða brennurnar óvenju snemma í ár. Veðurspáin býður ekki upp á gott flugeldaveður.

Fyrsta brennan verður á Egilsstaðanesi en þar verður kveikt í klukkan 16:30 og flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Héraðs hefst klukkan 17:00. Klukkan 16:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Egilsstaðakirkju og er gert ráð fyrir að henni verði lokið um svipað leyti og brennan hefst.

Á Djúpavogi verður brennan fyrr en áður og hefst klukkan 16:45 á Hermannastekknum. Björgunarsveitin Bára stendur svo fyrir flugeldasýningu.

Á sama tíma hefst brenna á Hrúteyri í Reyðarfirði.

Á Eskifirði verður kveikt í brennu sunnan fjarðar við gömlu steypustöðina klukkan 20:00 og á Fáskrúðsfirði við austurenda gömlu flugbrautarinnar um leið.

Á Norðfirði og Stöðvarfirði verður kveikt í brennunum klukkan 20:30. Brennan á Norðfirði verður austan snjóflóðavarnagarða, ofan byggðar og á Stöðvarfirði á Birgisnesi.

Brenna Breiðdælinga hefst á sama tíma við Þórðarhvamm. Björgunarsveitin Eining verður þar með flugeldasýningu.

Spáð er norðaustan átt og slydduél annað kvöld svo ekki er útlit fyrir að vel viðri til flugeldasýninga á Austfjörðum á morgun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.