Skip to main content

Hollvinasamtök afhentu sex ný sjúkrarúm

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. jan 2014 13:54Uppfært 07. jan 2014 14:01

hollvinir seydis sjukrarum hopurHollvinasamtök sjúkrahússins á Seyðisfirði afhentu sjúkrahúsinu á milli jóla og nýárs sex sjúkrarúm og einn hægindastól. Söfnun hófst fyrir nýjum rúmum í fyrra og stendur enn.


Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að söfnuninni hafi verið hleypt af stokkunum í tilefni þess að tuttugu ár voru í fyrra liðin frá því að starfsemin flutti úr gamla sjúkrahúsinu við Suðurgötu í það nýja þar sem hún er nú.

Ákveðið var að safna fyrir rafdrifnum sjúkrarúmum. Búið er að safna fyrir átta sjúkrarúmum en gert er ráð fyrir að þau verði alls ellefu talsins og kostnaður við þau um sex milljónir króna. Vonast er til að söfnuninni verði lokið á fyrri hluta ársins.

Á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði er rekin sérhæfð heilabilunardeild fyrir Austurland og segir í tilkynningunni að þar hafi verið biðlisti eftir innlögnum. Við bætist að sjúkrahúsið er fjölmennasti vinnustaður Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Formaður Hollvinasamtakanna, Þorvaldur Jóhannsson, afhenti rúmin formlega en Ólafur Sveinbjörnsson, yfirlæknir, veitti þeim viðtöku.

Söfnunarreikningur HSSS er 176-15-380032 og kt. 620208-1760.

Fulltrúar HSA, stjórnarmenn í HSSS og fulltrúum gefenda við afhöfnina á Seyðisfirði. Mynd: Ómar Bogason