Hammond-hátíð og Tækniminjasafnið tilnefnd til Eyrarrósarinnar

img 0701 webHammond-hátíð á Djúpavogi og Tækniminjasafn Austurlands meðal þeirra tíu verkefna sem tilnefnd eru til menningarverðlaunanna Eyrarrósarinnar í ár. Viðurkenninguna hljóta framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Skaftfell á Seyðisfirði hlaut viðurkenninguna í fyrra.

Viðurkenningin verður afhent í tíunda sinn eftir í næsta mánuði en að henni standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Fjörutíu og sex verkefni sóttu um viðurkenninguna í ár en Hammond-hátíð og Tækniminjasafnið eru fulltrúar landsbyggðarinnar.

Hammond-hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2006 og er stærsti menningarviðburður Djúpavogs. Meginmarkmið hátíðarinnar er að heiðra og kynna Hammond-orgelið. Tónlistarmönnum er boðið á þriggja daga hátíðina þar sem orgelið er rauði þráðurinn í tónlistinni. Fleiri viðburður hafa síðan sprottið upp í kringum tónlistarveisluna.

Tækniminjasafnið er í sex ára gömlum húsum á svokallaðri Wathnestorfi á Seyðisfirði. Þar er öflugt sýningarhald auk árlegrar Smiðjuhátíðar að sumri. Safnið er einnig byggðasögusafn Seyðisfjarðar og í kringum það hefur verið byggt upp útivistarsvæði.

Eyrarrósin verður afhent laugardaginn 15. febrúar í Skaftfelli á Seyðisfirði, sem fékk viðurkenninguna í fyrra. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.

Aðrar tilnefningar 2014:

Verksmiðjan Hjalteyri
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri
Skrímslasetrið á Bíldudal
Reitir á Siglufirði
Áhöfnin á Húna
Bær í Skagafirði
Kómedíuleikhúsið á Vestfjörðum
Þjóðahátíð Vesturlands

Dúndurfréttir á Hammondhátíð 2013. Mynd: Birgir Th.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.