Hammond-hátíð og Tækniminjasafnið tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Hammond-hátíð á Djúpavogi og Tækniminjasafn Austurlands meðal þeirra tíu verkefna sem tilnefnd eru til menningarverðlaunanna Eyrarrósarinnar í ár. Viðurkenninguna hljóta framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Skaftfell á Seyðisfirði hlaut viðurkenninguna í fyrra.Viðurkenningin verður afhent í tíunda sinn eftir í næsta mánuði en að henni standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Fjörutíu og sex verkefni sóttu um viðurkenninguna í ár en Hammond-hátíð og Tækniminjasafnið eru fulltrúar landsbyggðarinnar.
Hammond-hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2006 og er stærsti menningarviðburður Djúpavogs. Meginmarkmið hátíðarinnar er að heiðra og kynna Hammond-orgelið. Tónlistarmönnum er boðið á þriggja daga hátíðina þar sem orgelið er rauði þráðurinn í tónlistinni. Fleiri viðburður hafa síðan sprottið upp í kringum tónlistarveisluna.
Tækniminjasafnið er í sex ára gömlum húsum á svokallaðri Wathnestorfi á Seyðisfirði. Þar er öflugt sýningarhald auk árlegrar Smiðjuhátíðar að sumri. Safnið er einnig byggðasögusafn Seyðisfjarðar og í kringum það hefur verið byggt upp útivistarsvæði.
Eyrarrósin verður afhent laugardaginn 15. febrúar í Skaftfelli á Seyðisfirði, sem fékk viðurkenninguna í fyrra. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.
Aðrar tilnefningar 2014:
Verksmiðjan Hjalteyri
Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri
Skrímslasetrið á Bíldudal
Reitir á Siglufirði
Áhöfnin á Húna
Bær í Skagafirði
Kómedíuleikhúsið á Vestfjörðum
Þjóðahátíð Vesturlands
Dúndurfréttir á Hammondhátíð 2013. Mynd: Birgir Th.