Forsýning The Biggest Loser Ísland á Kaffi Egilsstöðum á morgun
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. jan 2014 11:43 • Uppfært 13. jan 2014 13:51
Annað kvöld verður fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur á Kaffi Egilsstöðum en einn keppenda er frá Borgarfirði eystri, Sigurður Jakobsson, 19 ára nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Sigurður er einn 12 keppenda sem valdir voru til þátttöku í The Biggest Loser Ísland en yfir 1.300 manns sóttu um þátttöku í þáttunum. Keppendur æfðu fjórum sinnum á dag í 10 vikur undir leiðsögn einkaþjálfaranna Everts Víglundssonar og Gurrýjar Torfadóttur.
Tökum þáttanna er að mestu lokið þó keppendur séu allir komnir heim en lokaþátturinn fer fram í beinni útsendingu í apríl. Allir keppendur eru enn í stífu æfingaprógrammi því í lokaþættinum kemur í ljós hver keppendanna hefur staðið sig best.
Þættirnir verða sýndir á SkjáEinum frá 23. janúar. Fyrsti þátturinn er tvöfaldur að lengd og verður forsýndur Austfirðingum á Kaffi Egilsstöðum þriðjudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30.
Forsýningin er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir.