Forsýning The Biggest Loser Ísland á Kaffi Egilsstöðum á morgun

sigurdur jakobsson loser1 webAnnað kvöld verður fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur á Kaffi Egilsstöðum en einn keppenda er frá Borgarfirði eystri, Sigurður Jakobsson, 19 ára nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum.

Sigurður er einn 12 keppenda sem valdir voru til þátttöku í The Biggest Loser Ísland en yfir 1.300 manns sóttu um þátttöku í þáttunum. Keppendur æfðu fjórum sinnum á dag í 10 vikur undir leiðsögn einkaþjálfaranna Everts Víglundssonar og Gurrýjar Torfadóttur.

Tökum þáttanna er að mestu lokið þó keppendur séu allir komnir heim en lokaþátturinn fer fram í beinni útsendingu í apríl. Allir keppendur eru enn í stífu æfingaprógrammi því í lokaþættinum kemur í ljós hver keppendanna hefur staðið sig best.

Þættirnir verða sýndir á SkjáEinum frá 23. janúar. Fyrsti þátturinn er tvöfaldur að lengd og verður forsýndur Austfirðingum á Kaffi Egilsstöðum þriðjudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30.

Forsýningin er öllum opin svo lengi sem húsrúm leyfir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.