Skip to main content

Safnað fyrir fjölskyldu Guðnýjar Helgu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2014 14:05Uppfært 13. jan 2014 14:18

djupivogur 280113 0018 webStofnaður hefur verið styrktarreikningur vegna andláts Guðnýjar Helgu Baldursdóttur á Djúpavogi. Guðný lést þann 1. janúar síðastliðin eftir skammvinn veikindi.


Guðný var starfsmaður Sparisjóðsins á Djúpavogi og gjaldkeri UMF Neista til margra ára. Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn.

Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans þann 1. janúar eftir skammvinn veikindi. Hún var jarðsungin frá Djúpavogskirkju á laugardag.

Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna geta gert það með því að leggja inn á reikning 1147-05-402500 - kt. 030247-3299