Verðlaunuð fyrir heimildamynd um hund - Myndband

hundur emma heimildamyndLára Snædal Boyce, nemandi í áttunda bekk í Brúarásskóla, hlaut nýverið viðurkenningu sem bjartasta vonin á stuttmyndahátíðinni Stulla sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu en hún gerði heimildamynd um hundinn Emmu.

Emma er í eigu Örnu Skaftadóttur en þær koma saman fram í myndinni og fara yfir skemmtilega þætti í fari Emmu og nokkur þeirra bragða sem hún kann.

Keppnin hefur verið haldin fyrir kvikmyndargerðarmenn á aldrinum 14-25 ára af Norðausturlandi en að þessu sinni voru Austfirðingar einnig með.

Bæði fyrir norðan og austan var staðið fyrir stuttmyndagerðarnámskeiðum í aðdraganda hátíðarinnar.

Þrjár myndir voru sendar að austan í hátíðina, en auk heimildamyndar Láru komu tvær leiknar stuttmyndir af svæðinu.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.