Verðlaunuð fyrir heimildamynd um hund - Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. jan 2014 14:31 • Uppfært 14. jan 2014 14:32
Lára Snædal Boyce, nemandi í áttunda bekk í Brúarásskóla, hlaut nýverið viðurkenningu sem bjartasta vonin á stuttmyndahátíðinni Stulla sem haldin var á Akureyri fyrir skemmstu en hún gerði heimildamynd um hundinn Emmu.
Emma er í eigu Örnu Skaftadóttur en þær koma saman fram í myndinni og fara yfir skemmtilega þætti í fari Emmu og nokkur þeirra bragða sem hún kann.
Keppnin hefur verið haldin fyrir kvikmyndargerðarmenn á aldrinum 14-25 ára af Norðausturlandi en að þessu sinni voru Austfirðingar einnig með.
Bæði fyrir norðan og austan var staðið fyrir stuttmyndagerðarnámskeiðum í aðdraganda hátíðarinnar.
Þrjár myndir voru sendar að austan í hátíðina, en auk heimildamyndar Láru komu tvær leiknar stuttmyndir af svæðinu.