Mikil stemming á forsýningu: Skrítið að sjá sjálfan sig á skjánum

biggest loser forsyning 0003 webHúsfyllir var á Kaffi Egilsstöðum og mikil stemming í salnum þegar fyrsti þátturinn af The Biggest Loser var forsýndur þar í gærkvöldi. Njarðvíkingurinn Sigurður Jakobsson er þar á meðal keppenda.

„Viðtökurnar voru frábærar og ég er mjög ánægður með stuðninginn," segir Sigurður sem var í salnum í dag.

Fjöldi vina hans, einkum úr menntaskólanum, og nánasta fjölskylda hans mættu til að fylgjast með þættinum. Glatt var á hjalla og klappað, hlegið og hrópað þegar Sigurður birtist í mynd.

„Það var mjög gaman að sjá sjálfan sig á skjánum en á sama tíma skrítið," segir hann.

Þátturinn er keppni meðal tólf of þungra einstaklinga um hver léttist mest hlutfallslega. Þeir dvöldu á Ásbrú í tíu vikur í haust og voru einangraðir frá umheiminum á meðan. Í lok hvers þáttar er einn einstaklingur sendur heim.

Mikil leynd ríkir yfir árangrinum en keppendur halda áfram að létta sig eftir að heim er komið. Lokaþátturinn verður síðan í beinni útsendingu á SkjáEinum í apríl.

biggest loser forsyning 0001 webbiggest loser forsyning 0005 webbiggest loser forsyning 0008 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.