Skip to main content

Leitar að munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jan 2014 17:54Uppfært 28. jan 2014 13:04

hakon hildebrand 0008 webHákon Guðröðarson, framkvæmdastjóri Hildebrand Hótel, leitar nú dyrum og dyngjum að munum sem bera merki Kaupfélagsins Fram, sem starfaði á Norðfirði, eða samvinnuhreyfingunni. Munirnir eiga að skreyta hótelbar sem opnar innan skamms í húsnæðinu sem hýsti áður aðalstöðvar Fram.


„Við erum að leita að gömlum munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram á einn eða annan hátt, sérstaklega hlutum sem merktir eru kaupfélaginu og sögu þess, þar á meðal myndum og skjölum," segir Hákon.

Hann undirbýr nú opnum Hildibrand Hótel að Hafnargötu 2 í miðbæ Neskaupstaðar. Þar voru áður aðalstöðvar Kaupfélagsins fram.

Hótelið verður íbúðahótel með fimmtán íbúðum sem taka 4-8 manns í gistingu. Auk þess verða innréttuð fimm tveggja manna herbergi í gamla bakaríshlutanum.

Á neðstu hæðinni verður Kaupfélagsbarinn, sjávarréttabistró og grill. Barinn opnar væntanlega seinni hluta vors og verður lokahnykkurinn áhótelinu. Þar verður einnig ráðstefnu- og fundaaðstaða.

Það verður sjálft tekið í notkun í áföngum. Tólf íbúðir verða tilbúnar um komandi mánaðarmót en önnur herbergi verða tekin í notkun í kringum páska.