Leitar að munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram

hakon hildebrand 0008 webHákon Guðröðarson, framkvæmdastjóri Hildebrand Hótel, leitar nú dyrum og dyngjum að munum sem bera merki Kaupfélagsins Fram, sem starfaði á Norðfirði, eða samvinnuhreyfingunni. Munirnir eiga að skreyta hótelbar sem opnar innan skamms í húsnæðinu sem hýsti áður aðalstöðvar Fram.

„Við erum að leita að gömlum munum sem tengjast Kaupfélaginu Fram á einn eða annan hátt, sérstaklega hlutum sem merktir eru kaupfélaginu og sögu þess, þar á meðal myndum og skjölum," segir Hákon.

Hann undirbýr nú opnum Hildibrand Hótel að Hafnargötu 2 í miðbæ Neskaupstaðar. Þar voru áður aðalstöðvar Kaupfélagsins fram.

Hótelið verður íbúðahótel með fimmtán íbúðum sem taka 4-8 manns í gistingu. Auk þess verða innréttuð fimm tveggja manna herbergi í gamla bakaríshlutanum.

Á neðstu hæðinni verður Kaupfélagsbarinn, sjávarréttabistró og grill. Barinn opnar væntanlega seinni hluta vors og verður lokahnykkurinn áhótelinu. Þar verður einnig ráðstefnu- og fundaaðstaða.

Það verður sjálft tekið í notkun í áföngum. Tólf íbúðir verða tilbúnar um komandi mánaðarmót en önnur herbergi verða tekin í notkun í kringum páska.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.