Fljótsdalshérað áfram í Útsvari en VA úr leik í Gettu betur
Fljótsdalshérað er komið í fjórðungsúrslit spurningakeppninnar Útsvars sem annað af stigahæstu tapliðunum í annarri umferð. Verkmenntaskóli Austurlands mætti ofjörlum sínum í annarri umferð Gettu betur.Fljótsdalshérað tapaði 89-76 fyrir Reykjavík í byrjun desember en komst áfram í fjórðungsúrslitin sem annað stigahæsta tapliðið ásamt Reykjanesbæ.
Þetta varð ljóst eftir síðustu viðureign annarrar umferð þar sem Mosfellsbær hafði betur gegn Sandgerði. Þar var dregið í fjórðungsúrslitin en þar mætir Fljótsdalshérað Kópavogsbæ.
Lið Verkmenntaskóla Austurlands er úr leik í Gettu betur eftir að hafa tapað 20-12 fyrir liði Kvennaskólans í annarri umferð keppninnar á laugardag.