Fljótsdalshérað áfram í Útsvari en VA úr leik í Gettu betur

va gettubetur jan14 0001 webFljótsdalshérað er komið í fjórðungsúrslit spurningakeppninnar Útsvars sem annað af stigahæstu tapliðunum í annarri umferð. Verkmenntaskóli Austurlands mætti ofjörlum sínum í annarri umferð Gettu betur.

Fljótsdalshérað tapaði 89-76 fyrir Reykjavík í byrjun desember en komst áfram í fjórðungsúrslitin sem annað stigahæsta tapliðið ásamt Reykjanesbæ.

Þetta varð ljóst eftir síðustu viðureign annarrar umferð þar sem Mosfellsbær hafði betur gegn Sandgerði. Þar var dregið í fjórðungsúrslitin en þar mætir Fljótsdalshérað Kópavogsbæ.

Lið Verkmenntaskóla Austurlands er úr leik í Gettu betur eftir að hafa tapað 20-12 fyrir liði Kvennaskólans í annarri umferð keppninnar á laugardag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.