Skip to main content

Kvikmyndatökulið Fortitude kom með leiguflugi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. jan 2014 13:13Uppfært 27. jan 2014 13:15

fortitude flug nb webUm fimmtíu manna lið sem starfa mun við tökur á bresku spennuþáttunum Fortitude lenti á Egilsstöðum klukkan eitt í dag með leiguflugi frá Bretlandi.


Margir Egilsstaðabúa ráku upp stóru augu þegar gulleit þota birtist ofan úr þokunni merkt breska flugfélaginu Monarch.

Vélin var að koma frá Lundúnum og með henni voru um fimmtíu farþegar og tugir tonna af búnaði, eftir því sem Austurfrétt kemst næst.

Tökur munu næstu vikur fara fram á spennuþáttunum Fortitude á Reyðarfirði, Eskifirði og flugvellinum á Egilsstöðum. Meðal leikara í þáttunum eru Sofie Gråböl og Stanley Tucci. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst voru frægu leikararnir ekki meðal farþega í dag.

Vél Monarch á flugvellinum á Egilsstöðum í dag. Mynd: Nikulás Bragason