Austurfrétt sextugasti vinsælasti vefur landsins

AusturfrettAusturfrétt er í sextugasta sæti yfir 100 vinsælustu vefi landsins samkvæmt árslista Modernusar – samræmdrar vefmælingar, sem birtur var í gær.

Samkvæmt listanum heimsóttu að meðaltali 3.936 notendur vefinn í hverri viku. „Við settum aukinn kraft í vefinn síðasta haust og umferð jókst mjög í kjölfarið.

Það er greinilega eftirspurn eftir fréttaflutningi af Austurlandi þannig að við stefnum að því að halda áfram af sama krafti og komast enn ofar á listann á þessu ári," segir Stefán Bogi Sveinsson, markaðsstjóri Austurfréttar.

Samkvæmt tölum Modernusar voru innlit að meðal tali 6.624 á viku og flettingar 24.212.

Til samanburðar má nefna að notendur Austurfréttar voru tæplega 5.500 í síðustu viku. Met var slegið í þar síðustu viku þegar 9.700 notendur heimsóttu vefinn.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.