Íbúar sem brosa til ókunnugra og hugsa um velferð annarra vinsælastir - Myndir

100 salna supa 0021 webÍbúar sem láta sér annt um velferð annarra og brosa og heilsa ókunnugum urðu hlutskarpastir í kosningum til Hamingjuráðuneytis Fljótsdalshéraðs. Listahópurinn sem stóð að baki kosningunum er þakklátur fyrir stuðninginn frá Austfirðingum við fyrsta skrefið í verkefni sínu.

Það var hópurinn Hello!Earth sem stóð fyrir kosningum til hamingjuráðuneytisins. Af öðrum íbúum sem urðu hlutskarpastir í kjörinu má nefna þann sem sýnir erfiðum málum skilning og vinnur að velferð annarra, þann sem hjálpar öldruðum yfir götu og þann sem almennt vill bæta heiminn.

Hópurinn stóð síðan fyrir gjörningi undir yfirskriftinni „100 sálna súpa" við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri. Talsmaður hópsins segir gjörninginn ekki hafa verið fullmótaðann á Klaustri.

„Næsta skref verður að fara yfir og læra af upplifun okkar og þeirra gesta sem tóku þátt í viðburðinum," segir Shuli Azoulay, talskona hópsins.

„Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifærin til að taka fyrstu skrefin með þetta verkefni hér á Austfjörðum í þessari yfirþyrmandi og áhrifaríku náttúru og hitta svo margt opið og viljugt fólk á meðan veru okkar stóð."

100 salna supa 0027 web100 salna supa 0033 wb100 salna supa 0042 web100 salna supa 0064 web100 salna supa 0070 web100 salna supa 0081 web100 salna supa 0085 web100 salna supa 0096 web100 salna supa 0101 web100 salna supa 0121 web100 salna supa 0136 web100 salna supa 0147 web100 salna supa 0176 web100 salna supa 0195 web100 salna supa 0231 web100 salna supa 0255 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.