Íbúar sem brosa til ókunnugra og hugsa um velferð annarra vinsælastir - Myndir
Íbúar sem láta sér annt um velferð annarra og brosa og heilsa ókunnugum urðu hlutskarpastir í kosningum til Hamingjuráðuneytis Fljótsdalshéraðs. Listahópurinn sem stóð að baki kosningunum er þakklátur fyrir stuðninginn frá Austfirðingum við fyrsta skrefið í verkefni sínu.Það var hópurinn Hello!Earth sem stóð fyrir kosningum til hamingjuráðuneytisins. Af öðrum íbúum sem urðu hlutskarpastir í kjörinu má nefna þann sem sýnir erfiðum málum skilning og vinnur að velferð annarra, þann sem hjálpar öldruðum yfir götu og þann sem almennt vill bæta heiminn.
Hópurinn stóð síðan fyrir gjörningi undir yfirskriftinni „100 sálna súpa" við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri. Talsmaður hópsins segir gjörninginn ekki hafa verið fullmótaðann á Klaustri.
„Næsta skref verður að fara yfir og læra af upplifun okkar og þeirra gesta sem tóku þátt í viðburðinum," segir Shuli Azoulay, talskona hópsins.
„Við erum afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifærin til að taka fyrstu skrefin með þetta verkefni hér á Austfjörðum í þessari yfirþyrmandi og áhrifaríku náttúru og hitta svo margt opið og viljugt fólk á meðan veru okkar stóð."