Skip to main content

Todmobile og Raggi Bjarna staðfest á Hammondhátíð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. feb 2014 14:55Uppfært 05. feb 2014 14:55

img 0518 webStórhljómsveitin Todmobile og Ragnar Bjarnason verða meðal þeirra tónlistarmanna sem fram koma á Hammondhátíð á Djúpavogi í ár. Búið er að staðfesta helstu listamenn hátíðarinnar en miðasala hefst eftir tíu daga.


Í morgun var tilkynnt um að Todmobile verði aðalnúmerið laugardagskvöldi 26. apríl en Raggi Bjarna verður í Djúpavogskirkju á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 27. apríl. Með honum í för verða hammondleikarinn Jón Ólafsson og bassaleikarinn Róbert Þórhallsson.

Hátíðin hefst sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni er 24. apríl og stendur til sunnudagsins. Ekki er búið að staðfesta hverjir komi fram fyrsta kvöldið utan hljómsveit Tónlistarskóla FÍH.

Á föstudeginum mætir Skonrokk, glysrokkhljómsveit Íslands. Þá er ekki útilokað að fleiri atriði bætist við dagskrána.

Miðasalan hefst þann 15. febrúar á midi.is.