66% nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur

austurbru logoHáskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið sem tölfræðilegar upplýsingar um nemendur í fjarnámi á Austurlandi. Alls eru 158 nemendur á skrá, þarf af eru 66% konur. Um þessar mundir er einnig verið að kanna vilja og þarfir starfandi kennara á öllum skólastigum fyrir símenntun.

Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á Austurlandi líkt og undanfarin ár. Þeir sækja nám við alla háskóla landsins og í fjölda greina, s.s. félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, menntavísindum og raunvísindum. Liðlega þriðjungur nemenda, eða 39%, eru þrítugir eða yngri, 31% er á milli 31 og 40 ára.

Ungar konur eru langstærsti hluti nemenda, eða 27%, karlar dreifast jafnar á milli aldurshópanna. Nokkur skýr kynjaskipting er í námsvali, konur er t.a.m. í 33% tilvika í námi í menntunar- og uppeldisfræðum. 25% karla eru tækni- og verkfræðinámi og önnur 23% í viðskiptum. Flestir eru skráðir í fjarnám við Háskólann á Akureyri eða um 40%.

Háskóla- og rannsóknasvið stendur nú fyrir könnun með starfandi kennara á öllum skólastigum þar sem verið er að kanna hver vilji þeirra og þarfir eru í símenntun og á hvaða sviðum hennar er helst þörf.

Ef í ljós kemur að á Austurlandi eru fjölmennir hópar með svipaðar þarfir, hyggst sviðið leita til háskóla um úrræði fyrir þessa hópa í heimabyggð. Hugmyndin er að verkefnið verði tilraunaverkefni um þjónustu við fagstéttir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.