66% nema í fjarnámi á Austurlandi eru konur
Háskóla- og rannsóknasvið Austurbrúar hefur tekið sem tölfræðilegar upplýsingar um nemendur í fjarnámi á Austurlandi. Alls eru 158 nemendur á skrá, þarf af eru 66% konur. Um þessar mundir er einnig verið að kanna vilja og þarfir starfandi kennara á öllum skólastigum fyrir símenntun.Fjölmargir nemendur stunda fjarnám á Austurlandi líkt og undanfarin ár. Þeir sækja nám við alla háskóla landsins og í fjölda greina, s.s. félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, menntavísindum og raunvísindum. Liðlega þriðjungur nemenda, eða 39%, eru þrítugir eða yngri, 31% er á milli 31 og 40 ára.
Ungar konur eru langstærsti hluti nemenda, eða 27%, karlar dreifast jafnar á milli aldurshópanna. Nokkur skýr kynjaskipting er í námsvali, konur er t.a.m. í 33% tilvika í námi í menntunar- og uppeldisfræðum. 25% karla eru tækni- og verkfræðinámi og önnur 23% í viðskiptum. Flestir eru skráðir í fjarnám við Háskólann á Akureyri eða um 40%.
Háskóla- og rannsóknasvið stendur nú fyrir könnun með starfandi kennara á öllum skólastigum þar sem verið er að kanna hver vilji þeirra og þarfir eru í símenntun og á hvaða sviðum hennar er helst þörf.
Ef í ljós kemur að á Austurlandi eru fjölmennir hópar með svipaðar þarfir, hyggst sviðið leita til háskóla um úrræði fyrir þessa hópa í heimabyggð. Hugmyndin er að verkefnið verði tilraunaverkefni um þjónustu við fagstéttir.