Milljarður rís á Seyðisfirði: Dansað fyrir réttlæti
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. feb 2014 13:28 • Uppfært 13. feb 2014 13:28
Seyðfirðingar standa fyrir dansstund á hádeginu á morgun sem er hluti af verkefninu Milljarður rís. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum.
Verkefnið er haldið að frumkvæði UN Women og var fyrst haldið í fyrra. Áætlað er að 2100 Íslendingar hafi hist í Hörpu þá – og reyndar víðar – og dansað.
Að þessu sinni er takmarkið sett á 3000 manns en staðið er fyrri viðburðum á Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði og í Reykjavík.
Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Yfir 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki refsivert
Helsta dánarorsök evrópskra kvenna á aldrinum 16-44 ára er heimilisofbeldi Konu er nauðgað á 26 sekúnda fresti í Suður Afríku 10 konur á dag deyja af hendi maka einhvers þeim nákomin í Brasilíu.
Nemendur Verkmenntaskóla Austurlands tóki þátt í mannréttindaverkefninu Milljarður rís í fyrra. Mynd: VA