Skip to main content

Keppt um glæsilegustu hnallþóruna við lok afmælissýningar Skaftfells

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. feb 2014 10:00Uppfært 14. feb 2014 13:11

skaftfell hnallthoraKeppt verður í kökubakstri við lok sýningar 15 ára afmælissýningar Skaftfells sem ber yfirskriftina „Hnallþóra í sólinni". Forstöðukona Skaftfells segir mikinn spenning fyrir kökukeppninni.


„Þetta er rætt á öllum kaffistofum og ég er stoppuð hvar sem ég fer," segir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona Skaftfells.

Á sýningunni gefur að líta úrval grafík- og bókaverka eftir Dieter Roth en eitt þeirra ber sama heiti og sýningin.

Þátttaka í kökukeppninni er öllum opinn og mæta menn einfaldlega með eigin kökur á svæðið klukkan 15:00 á laugardag. Verðlaun verða veitt fyrir glæsilegustu kökuna í anda Snæfells.

„Leikreglurnar eru mjög opnar. Við höfum ekki enn ákveðið eftir hvaða stöðlum verður dæmt en kökurnar verða alla veganna metnar eftir útliti. Við sækjumst bæði eftir hefðbundnum sem

Sýningin opnaði í byrjun september og er ein mest sótta vetrarsýning í sögu Skaftfells. Sýningunni er skipt upp í ellefu tímabil sem spanna frá 1957 til 1993 og veita greinargóða innsýn í listsköpun og ævistarf Dieters.