Stórglæsilegir lokatónleikar hljómsveitanámskeiðs: Jóhanna Guðrún gaf góð ráð um bransann

hljomsveitanamskeid aust gudjonSöngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir gaf þátttakendum á lokatónleikum Hljómsveitanámskeiðs Austurlands góð ráð um hvernig þeir eigi að bera sig að til að komast áfram í tónlistarbransanum. Forsprakki námskeiðsins segist afar ánægður með hvernig til tókst.

„Allir þátttakendurnir stóðu sig ótrúlega vel og þetta voru stórglæsilegir tónleikar," segir Jón Hilmar Kárason um uppskerutónleikana sem haldnir voru á Eskifirði á miðvikudagskvöld.

Hann fór fyrir námskeiðinu ásamt Þorláki Ægi Árnasyni en þeir fengu til liðs við sig nokkra gestakennara. Síðastur þeirra var Jóhanna Guðrún sem Jón Hilmar segir að hafi „komið inn með látum."

Hennar áherslur voru um sviðsframkomur og vinnubrögð í bransanum. „Hún minntist á stundvísi og viðmót til að menn eigi meiri líkur á að fá annað gigg.

Síðan ræddi hún hvernig tónlistarmenn eiga að standa á sviðinu. Það virðist einfalt atriði en það skiptir miklu máli upp á hvernig áhorfandinn upplifir þig á sviðinu. Þú getur vel verið með hjartað í buxunum en falið það með réttri framkomu."

Jón Hilmar segist ánægður með námskeiðið og menn séu þegar byrjaðir að velta fyrir sér því næsta. „Þetta kemur bara til með að stækka."

Fimm hljómsveitir tóku þátt í námskeiðinu og tók hver þeirra upp eitt lag á disk. Þeir sem hafa áhuga á disknum geta haft samband við Jón Hilmar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mynd: Guðjón Birgir Jóhannsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.