Bauð Dorrit í fjós á Valentínusardaginn: Stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig - Myndir

forseti egs 0102 webForseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa gert víðreist í heimsókn sinni á Fljótsdalshéraði í dag. Í morgun heimsóttu þau skólastofnanir en kynntu sér atvinnu- og menningarlíf eftir hádegið.

Meðal annars var komið við á Egilsstaðabúinu hjá Gunnari Jónssyni og Vigdísi Sveinbjörnsdóttir og skroppið í fjósið þar. Þar tók á móti þeim kálfur sem fæddist í nótt og fékk því nafnið Dorrit en hann fangaði hug og hjarta nöfnu sinnar.

Forsetafrúin gældi við kálfinn og fékk að gefa honum mjólk enda taldi hún hann vera svangan. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrr um daginn hafði Ólafur Ragnar gefið það til kynna að Dorrit hlakkaði mjög til að komast í fjósið.

Þar var hann spurður að því hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins, sem er í dag.

„Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrri Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós."

Ólafur og Dorrit smökkuðu framleiðslu frá býlinu og lýstu mikilli hrifningu af ostunum sem þau hefðu hug á að panta til Bessastaða.

Ferðin eftir hádegið hófst í Hugvangi sem er þar sem skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa voru síðast. Þar er nú heimili átta fyrirtækja í upplýsingatækni en þeirra stærst eru AX North og Rational Network.

Einnig var komið við hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Urriðavatn og litið við í Sláturhúsinu sem í dag er menningarmiðstöð. Þar voru meðal annars skoðaðar vinnustofur listamanna eins og Ingunnar Þráinsdóttur og Steinrúnar Óttu Stefánsdóttur en Dorrit lýsti mikilli hrifningu á verkum þeirra.

Forsetahjónin snæða kvöldverð með bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á Hallormsstað í kvöld en halda í fyrramálið til Seyðisfjarðar þar sem til stendur að afhenda menningarverðlaunin Eyrarrósina.

forseti egs 0086 webforseti egs 0088 webforseti egs 0094 webforseti egs 0099 webforseti egs 0107 webforseti egs 0109 webforseti egs 0115 webforseti egs 0121 webforseti egs 0127 webforseti egs 0135 webforseti egs 0145 webforseti egs 0150 webforseti egs 0158 web
forseti egs 0114 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.