Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina
![eyrarrosin 0040 web](/images/stories/news/2013/forsetaheimsokn/eyrarros/eyrarrosin_0040_web.jpg)
„Við erum rosa stolt af því að hljóta þessi verðlaun eftir skemmtilegt sumar og skemmtilegt samstarf þar sem ólíkir hópar mættust í ferð um landið," sagði Jón Þór Þorleifsson, titlaður túrpabbi.
Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II. Áhafnirnar sigldu hringinn í kringum landið í sumar og héldu 16 tónleika í sjávarbyggðum landsins.
Í umsögn um verðlaunaafhendinguna segir að Húni II hafi undanfarin ár vakið athygli fyrir áhugavert starf í menningartengdri ferðaþjónustu og samstarfið við tónlistarfólkið hafi verið liður í að efla það enn frekar.
„Við fórum í gegnum veður og vind og ultum saman," sagði Víðir Benediktsson, skipstjóri á Húna II við verðlaunaafhendinguna.
Auk Húna, sem gerður er út frá Akureyri, voru Verksmiðjan á Hjalteyri og Skrímslasetrið á Bíldudal tilnefnd til verðlaunanna.
Verksmiðjan og Skrímslasetrið hlutu hvort um sig 300.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands. Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.
Eyrarrósin er veitt framúrsskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík. Skaftfell hlaut verðlaunin í fyrra og var rósin því afhent þar í ár.
![eyrarrosin 0092 web](/images/stories/news/2013/forsetaheimsokn/eyrarros/eyrarrosin_0092_web.jpg)
![eyrarrosin 0098 web](/images/stories/news/2013/forsetaheimsokn/eyrarros/eyrarrosin_0098_web.jpg)
![eyrarrosin 0111 web](/images/stories/news/2013/forsetaheimsokn/eyrarros/eyrarrosin_0111_web.jpg)