Aukin hæfni til starfa og gæðamál: Málþing um framhaldsfræðslu

austurbru logoMiðvikudaginn 26. febrúar nk. frá kl. 09:15 – 17:00 standa fjórar símenntunarmiðstöðvar og mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir málþingi um framhaldsfræðslu á Hótel Héraði á Egilsstöðum. Málþingið er opið öllum sem áhuga hafa á aukinni hæfni til starfa og gæðamálum.

Fjöldi erinda verður á málþinginu. Má þar nefna umfjöllun um nám til að auka hæfni til starfa í atvinnulífinu, gæðamál í framhaldsfræðslu og gæðastjórnun í atvinnulífinu auk þess sem sagðar verða reynslusögur bæði úr atvinnulífinu og skólakerfinu af framhaldsfræðslu.

Það eru fjórar símenntunarstöðvar; Austurbrú, Þekkingarnet Þingeyinga, Farskólinn og Framvegis, sem standa að málþinginu í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, en það er liður í Evrópuverkefni MRN - Lifelong learning programme – Að styrkja fullorðinsfræðslu á Íslandi.

Hægt er að skrá sig á málþingið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða með því að hringja í síma 470-3800. Skráningafrestur er til 19. febrúar.

Dagskrá:
09:00 Kaffisopi og skráning.
09:15 Setning málþings: Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
09:30 Íslenski hæfniramminn – þrepaskipting náms: Þórdís Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
09:50 Nýjar námskrár. Nám til að auka hæfni til starfa í atvinnulífinu – tengingar við hæfnirammann. Halla Valgeirsdóttir, sérfræðingur frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
10:10 Verkfærni í framleiðslu hjá Marel. Anney Þórunn Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri, Mími – símenntun.
10:30 Kaffi
10:50 Aukin hæfni – starfstengt nám. Aðalheiður Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Mími – símenntun.
11:10 Nám er vinnandi vegur, reynsla framhaldsskóla. Sesselja Pétursdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
11:30 Reynslusaga. Nemandi úr Nám er vinnandi vegur.
11:40 Menntastoðir. Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.
12:00 Reynslusaga. Nemandi úr Menntastoðum.
12:10 Hádegismatur
13:00 Kröfur um gæðastarf í framhaldsfræðslu. Ólafur Grétar Kristjánsson, deildarsérfræðingur, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
13:30 Þróun gæðastarfs og viðmiða í framhaldsfræðslu. Guðfinna Harðardóttir frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
14:00 Gildi gæðastjórnunar í atvinnulífinu. Agnes Hólm Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Alcoa.
14:30 Gæðamál í framhaldsfræðslu – frá sjónarhóli úttektaraðila. Bergþór Þormóðsson, úttektaraðili hjá BSI. Reynsla af notkun og úttekt EQM meðal
símenntunarstöðva á Íslandi.
15:00 Kaffi.
15:20 Reynsla af innleiðingu og notkun gæðakerfis í símenntunarstarfi. Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
15:50 Gæðastarf og –kerfi í skólakerfinu. Hróbjartur Árnason, lektor í kennslufræði fullorðinna hjá Háskóla Íslands.
16:20 Samantekt.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.