Skip to main content

Tónleikar til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. feb 2014 10:56Uppfært 21. feb 2014 14:59

djupivogur 280113 0018 webTónleikafélag Djúpavogs stendur annað kvöld fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur sem lést um áramótin langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi.


Tónleikarnir fara fram í Djúpavogskirkju og hefjast klukkan 21:00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 500 krónur fyrir grunnskólanema.

Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styrkja er bent á áður styrktarreikning, 1147-05-402500 - kt. 030247-3299.