Tónleikar til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu
Tónleikafélag Djúpavogs stendur annað kvöld fyrir tónleikum til styrktar fjölskyldu Guðnýjar Helgu Baldursdóttur sem lést um áramótin langt um aldur fram eftir skammvinn veikindi.Tónleikarnir fara fram í Djúpavogskirkju og hefjast klukkan 21:00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 500 krónur fyrir grunnskólanema.
Þeim sem ekki sjá sér fært að mæta en vilja styrkja er bent á áður styrktarreikning, 1147-05-402500 - kt. 030247-3299.