Einstæðar myndir af Austurlandi úr fisflugvél - Myndband

fisflug1Á veraldarvefnum má nú finna Íslandsmyndband tekið í ferð fisflugvéla um landið. Stór hluti myndbandsins er tekinn á Austurlandi og sýnir einstaka sýn á landssvæðið.

Það var í júlí 2012 sem sextán fisflugvélar fóru í fimm daga ferð um landið. Flogið var meðfram suðurströndinni. Lent var á Djúpavogi og þaðan flugið áfram meðfram fjörðunum í næturstað uppi á Egilsstöðum.

Vélarnar í ferðinni vöktu einmitt mikla athygli en þeim var lent og slegið upp tjaldbúðum á túni sem tilheyrir Egilsstaðabýlinu. Eftir stopp þar var flogið upp Fljótsdal yfir Kárahnjúkastíflu og áleiðis yfir miðhálendið til Reykjavíkur.

Sextán vélar voru í ferðinni. Flogið var að meðaltali í 4-5 tíma á dag og stoppað ellefu sinnum á leiðinni.

Það voru danskir fisflugvélaáhugamenn frá Auto-Gyro Nordic sem tóku upp myndbandið og settu á YouTube.

„Íslandsferðin var upplifun fyrir lífstíð. Náttúran, fólkið og flugið fóru fram úr okkar allra björtustu væntingum," segir á vef danska klúbbsins.

Myndir af Austurlandi má sjá frá um 2:30-4:50 í meðfylgjandi myndbandi.

Fisflugvélarnar á Egilsstöðum. Mynd: Tara Ösp Tjörvadóttir



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.