Metvika á Austurfrétt: Yfir 20.000 notendur

AusturfrettNýtt aðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í síðustu viku, aðra vikuna í röð. Ríflega 20.000 einstakir notendur heimsóttu vefinn og flettingar voru yfir 100.000.

Samkvæmt tölum Modernusar – samræmdrar vefmælingar, voru notendur vefsins í síðustu viku 21.314 en voru ríflega 14.000 vikuna á undan. Metin falla hratt því það var í fyrsta sinn sem fleiri en 10.000 notendur heimsóttu Austurfrétt á einni viku.

Daglegir notendur voru 4.065, innlit 33.128 og flettingar 115.531. Aukningin á öllum vígstöðvum er um 50% frá síðustu viku.

Frásögn Fanneyjar Sigurðardóttur, sem bundin er við hjólastól, af lífsreynslu sinni af viðmóti starfsmanna Háskólabíós naut mestra vinsælda í síðustu viku en fréttir af ófærð á Oddsskarði og Fjarðarheiði voru einnig gríðarlega mikið lesnar. Fleiri fréttir nutu mikilla vinsælda.

„Þessi fjöldi flettinga sýnir okkur það að þeir sem inn koma taka sér tíma til að skoða vefinn. Það gefur ótvírætt til kynna að fólki líkar það efni sem við framleiðum," segir Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurfréttar.

„Það eykst sífellt að fólk hafi samband við okkur og vill koma til okkar ábendingum, myndum og greinum. Það er einn af þeim mælikvörðum sem við notum á vinsældir vefsins."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.