Skip to main content

Veldi í Skaftfelli: Útskriftarsýning myndlistarnema opnar á laugardag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. feb 2014 16:42Uppfært 26. feb 2014 16:44

listahopur skaftfell 2014Árleg sýning útskriftarnema í myndlistardeild Listaháskóla Íslands opnar í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardag. Áralöng hefð er fyrir að nemarnir komi austur og vinni þar. Þeir voru sautján talsins í ár og hafa aldrei verið fleiri.


Nemendurnir dvöldu á Seyðisfirði í tvær vikur við undirbúning sýningarinnar og hafa notið aðstoðar bæjarbúa sem tóku þeim opnum örmum og hafa veitt þeim innsýn í fjölbreytta verkmenningu bæjarins.

Þeir hafa þannig kynnst fiskveiðum, stálsmíðum og ullarvinnslu auk þess sem þeir hafa fengið að reyna á eigin skinni einangrun og óvissu sökum vondra veðra og ófærðar.

Þetta er stærsti hópur nemenda sem sækir námskeiðið frá upphafi, en auk þess fylgja sumum nemendum makar og fjölskyldur. Hópurinn er fjölbreyttur og inniheldur landkrabba og reyndar aflaklær, grasætur og blóðþyrstar skyttur, vinnuþjarka og letiblóð, borgarbörn og sveitavarga, sumir eru með börn á handleggnum en aðrir með timburmenn í eftirdragi.

Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson eru leiðbeinendur námskeiðsins og sýningarstjórar. Sýningin opnar klukkan 16:00 og stendur til 2. júní.

Nemendurnir eru:

Andreas Jari Juhani Toriseva
Brynjar Helgason
Freyja Eilíf Logadóttir
Grétar Mar Sigurðsson
Hanna Kristín Birgisdóttir
Heiða Björg Valbjörnsdóttir
Helena Aðalsteinsdóttir
Ívar Glói Gunnarsson
Karl Torsten Ställborn
Katrína Mogensen
Logi Leó Gunnarsson
Nína Óskarsdóttir
Óskar Kristinn Vignisson
Sigrún Hlín Sigurðardóttir
Steinunn Lukka Sigurðardóttir
Una Björg Magnúsdóttir
Þröstur Valgarðsson