Austurvarp: Stefna að því að afgreiða 8000 bollur á bolludaginn
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. mar 2014 21:20 • Uppfært 03. mar 2014 21:21
Starfsmenn Sesam brauðhúss á Reyðarfirði stefna að því að baka og afgreiða allt að átta þúsund bollur á bolludaginn. Segja má að unnið sé allan sólarhringinn alla vikuna fyrir bolludaginn. Flesta daga er mætt upp úr miðnætti og unnið fram á næsta dag en í gærkvöldi var byrjað enn fyrr að baka.