Krummi krunkar úti vinsælasta lagið á öskudaginn – Myndir

oskudagur 2014 0003 webÓvenju gestkvæmt hefur verið á ritstjórnarskrifstofu Austurfréttar í dag þar sem 95 furðuverur komi í heimsókn og tóku lagið á öskudaginn. „Krummi krunkar úti" var vinsælasta lag dagsins.

Vert er að geta þess að mikil fjölbreytni var í bæði laga- og búningavali. Samkvæmt talningu Austurfréttar komu 95 krakkar í tuttugu hópum í heimsókn á Hugvang, þar sem Austurfrétt er til húsa.

Krummi krunkar úti var oftast sungið eða þrisvar sinnum. Önnur lög voru ekki sungin oftar en einu sinni. Annars voru sungin tvö lög úr Söngvakeppni sjónvarpsins, Meistari Jakob í keðjusöng, dansað við lag Spilverks þjóðanna Skýin og fluttur frumsaminn texti um öskudaginn.

Búningarnir voru einnig fjölbreyttir þótt erfitt hafi reynst að flokka um fjórðung þeirra sem komu. Fótboltamenn litu við, aðskildir síamstvíburar, illmennagengi úr myndunum um Leðurblökumanninn, rauðhettur, leyniþjónustumenn og risaeðla.

Austurfrétt er til húsa á efri hæð Kaupvangs 6 ásamt Austurneti, Rational Network, AN lausnum, AX North og auglýsingastofunni Augasteinum í svæði sem kallast Hugvangur. Á hæðinni eru einnig starfsmenn Vinnueftirlitsins og Ferðaskrifstofu Austurlands.

Tekið var á móti sönghópunum í sameiginlegu rými og þeim gefinn sleikibrjóstsykur að loknum söngnum.

oskudagur 2014 0004 weboskudagur 2014 0010 weboskudagur 2014 0016 weboskudagur 2014 0019 weboskudagur 2014 0024 weboskudagur 2014 0026 weboskudagur 2014 0032 weboskudagur 2014 0034 weboskudagur 2014 0040 weboskudagur 2014 0043 weboskudagur 2014 0049 weboskudagur 2014 0050 weboskudagur 2014 0053 weboskudagur 2014 0057 weboskudagur 2014 0058 weboskudagur 2014 0064 weboskudagur 2014 0070 weboskudagur 2014 0075 weboskudagur 2014 0078 weboskudagur 2014 0085 weboskudagur 2014 0088 weboskudagur 2014 0092 weboskudagur 2014 0099 weboskudagur 2014 0105 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.