Garðar Eðvalds á leið til Vesterålen: Tveir Norðmenn til Fjarðabyggðar

IMG 4200e webTónlistarmennirnir Sindre Myrbostad og Hugo Hilde frá Sortland í Noregi og Garðar Eðvaldsson frá Eskifirði á Íslandi munu leggja land undir fót á næstu mánuðum. Sindre og Hugo munu dvelja í Jensens-húsi á Eskifirði en Garðar verður í Vesterålen. Þessir listamenn njóta góðs af samstarfi menningarráða Austurlands og Vesterålen í Noregi.

Verkefnið „Rytmefôr" er tónlistarsamstarf á milli Vesterålen í Noregi og Austurlands. Forsvarsmenn verkefnisins eru Eskja á Eskifirði og fóðurverksmiðjan BioMar sem kaupir mjöl frá Eskju.

Að þessu sinni verður lögð áhersla á að kynna unga og hæfileikaríka tónlistarmenn frá hvoru svæði og bjóða upp á tónleika. Í lok mars, mun Garðar Eðvaldsson, ungur saxafónleikari frá Eskifirði sem stundar nám í Reykjavík, fara til Vesterålen til að leika með tónlistarmönnum á svæðinu.

Tónleikar verða haldnir í BioMar, auk þess sem haldnir verða tónleikar í Ekspedisjonen í Sortland, meðal annars með gítarleikaranum Håkon Pedersen og í Bø menningarhúsi með Stórsveit Vesterålen og Julie Willumsen.

Þá mun fiðluleikarinn Hugo Hilde frá Sortland koma til Fjarðarbyggðar í lok júní en hann leggur stund á tónlistarnám í Osló. Hugo mun taka þátt í gönguvikunni „Á fætur í Fjarðarbyggð", meðal annars með tónleikum þar sem heimamenn leggja hönd á plóg.

Sindre Myrbostad er píanóleikari og tónlistarmaður frá Sortland. Hann var valinn úr hópi sjö umsækjenda um ferða- og dvalarstyrk til að vera í Jensens-húsi á Eskifirði. Sindre mun vinna að nýjum tónleikum og halda tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands.

Markmið norska listamannsins er að vekja áhuga almennings á klassískri tónlist, það hyggst hann gera með því að byggja á reynslu frá bæði skólatónleikum og tónleikum fyrir fólk á öllum aldri og úr öllum hópum samfélagsins. Sindre vill einnig kynna tónlistina með húmor og dramatískri uppfærslu og mun bjóða upp á fyrirlestur um ferilinn eystra.

Menningarráð Austurlands hefur í tíu ár verið í samstarfi við Menningarráðið í Vesterålen í Noregi. Fyrir tilstuðlan samstarfsins, hefur fjöldi listamanna dvalið í listamannaíbúðum í báðum löndum auk fjölda samstarfsverkefna á sviði tónlistar, myndlistar, karnivals, dans og leiklistar.

Garðar, lengst til hægri, á sviði á Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi. 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.