LF stendur fyrir leiklistarnámskeið fyrir unglinga: Vilja ala upp leikhúsfólk framtíðarinnar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. mar 2014 11:27 • Uppfært 13. mar 2014 11:28
Leikfélag Fljótsdalshéraðs stendur um helgina fyrir leiklistarnámskeiði fyrir nemendur í 8. -10. bekk á Eiðum. Talsmaður félagsins segir markmiðið að ala upp leikhúsfólk framtíðarinnar.
„Leikfélagið var með unglinganámskeið hér á árum áður og við viljum gjarnan koma þeim á laggirnar aftur. Þannig styrkjum við unglingana til að mæta í leikhús og verða öflugir talsmenn leiklistar á Hérað þegar fram í sækir," segir Jón Gunnar Axelsson.
Kennari á námskeiðinu verður leikkonan Halldóra Malín Pétursdóttir en það stendur yfir föstudag og laugardag.
Á föstudagskvöld verður kvöldvaka þar sem þátttakendur kynnast og farið. Laugardagurinn fer í leiklistaræfingar og vinnu með persónur.
Námskeiðið kostar þátttakendur 1000 krónur, innifalið matur og gisting. Upplýsingar og skráning eru hjá Jóni Gunnari í síma 866-9584.