LF stendur fyrir leiklistarnámskeið fyrir unglinga: Vilja ala upp leikhúsfólk framtíðarinnar

petur og ulfurinn lf 0057 webLeikfélag Fljótsdalshéraðs stendur um helgina fyrir leiklistarnámskeiði fyrir nemendur í 8. -10. bekk á Eiðum. Talsmaður félagsins segir markmiðið að ala upp leikhúsfólk framtíðarinnar.

„Leikfélagið var með unglinganámskeið hér á árum áður og við viljum gjarnan koma þeim á laggirnar aftur. Þannig styrkjum við unglingana til að mæta í leikhús og verða öflugir talsmenn leiklistar á Hérað þegar fram í sækir," segir Jón Gunnar Axelsson.

Kennari á námskeiðinu verður leikkonan Halldóra Malín Pétursdóttir en það stendur yfir föstudag og laugardag.

Á föstudagskvöld verður kvöldvaka þar sem þátttakendur kynnast og farið. Laugardagurinn fer í leiklistaræfingar og vinnu með persónur.

Námskeiðið kostar þátttakendur 1000 krónur, innifalið matur og gisting. Upplýsingar og skráning eru hjá Jóni Gunnari í síma 866-9584.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.