Skip to main content

Nemendur í ME hugmyndaríkir í hönnun lampa - Myndir

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. mar 2014 13:18Uppfært 14. mar 2014 13:19

lampi3Nemendur á listnámsbraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum hafa að undanförnu stundað nám í vöruhönnun en áfanginn er nú kenndur í fyrsta sinn á listnámsbraut skólans.


Búið er að skipuleggja listnámsbraut til stúdentsprófs þar sem nemendur eiga kost á að undirbúa sig undir frekara listnám á háskólastigi. Steinrún Ótta Stefánsdóttir vöruhönnuður skipulagði og kenndi áfangann en verkstæðishluti áfangans fór fram í Þorpssmiðjunni á Egilsstöðum undir stjórn Markúsar Nolte húsgagnasmiðs.

Lokaverkefni áfangans var ljós eða lampi, unninn úr staðbundnum hráefnum og endurnýttu efni.

Óhætt er að segja að nemendur hafi lagt sig fram um að leysa verkefnið og ber afraksturinn glöggt vitni um hugmyndaauðgi og handlagni, enda nutu þau góðrar aðstoðar Markúsar.

Myndir: Steinrún Ótta Stefánsdóttir

lampi1lampi2lampi4lampi5lampi6lampi7lampi8lampi9lampi10lampi11lampi12lampi13lampi14lampi15