Djúpivogur sigraði spurningakeppni fermingarbarna í ár

spkeppni fermingarbarna djupLið Djúpavogsprestakalls sigraði í spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi sem fram fór fyrir skemmstu. Þrjú lið öttu kappi í úrslitakeppninni sem fram fór eftir fjölskylduguðsþjónustu í Fáskrúðsfjarðarkirkju.

Það voru lið Djúpavogsprestakalls, lið Fáskrúðsfjarðarkirkju og lið Egilsstaðakirkju sem komust í úrslitakeppnina en forkeppni var haldin á Eiðum í haust.

Sigurliðið frá Djúpavogi skipuðu þeir Ásmundur Ólafsson, Bergsveinn Ás Hafliðason og Jens Albertsson. Lið Egilsstaðakirkju varð í öðru sæti, skipað þeim Björgvini Ægi Elissyni, Freyju Þorsteinsdóttur og Hreimi Hreini Árnasyni. Lið Fáskrúðsfjarðarkirkju hafnaði í þriðja sæti en keppendur þess voru þau Eva Dröfn Jónsdóttir, Jón Bragi Magnússon og Marín Ösp Ómarsdóttir.

Þetta er í fjórða sinn sem spurningakeppni fermingarbarna á Austurlandi fer fram. Lið Egilsstaða hefur unnið sl. þrjú ár og því haldið farandbikarnum sem vinningsliðið fær, en nú er sá bikar kominn í Djúpavogskirkju og verður þar næsta árið.

Spurningar keppninnar eru í bland almenns eðlis og tengjast því sem unglingarnir eru að fræðast um í fermingarundirbúningnum. Lið Egilsstaða var dregið beint í úrslitaviðureignina en Djúpavogsmenn tryggðu sér hitt sætið þar eftir sigur á sterku liði Fáskrúðsfirðinga í æsispennandi undanúrslitaviðureign.

Úrslitakeppnin sjálf reyndi ekki síður á taugarnar og þegar kom að lokaspurningunni var allt í járnum. Þá var það þekking Djúpavogsbúanna á upprisu Jesú Krists á páskadag sem færði liðinu sigurinn!

Dómari keppninnar í ár var Útsvarskappinn Jón Svanur Jóhannsson frá Eskifirði en stjórnandi Þorgeir Arason, héraðsprestur.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.