Árshátíð Brúarásskóla frestað

forsetaheimsoknin bruaras webÁrshátíð Brúarásskóla, sem halda átti annað kvöld, hefur verið frestað til sunnudags. Á hátíðinni stendur til að sýna frumsaminn söngleik.

Söngleikurinn ber heitið Forsetaheimsóknin og er eftir Ingunni Snædal en Jón Arngrímsson sér um tónlistarstjórn. Sagan segir frá eigendum hótels sem eiga von á forsetanum í heimsókn en á meðan strýkur fangi úr haldi. Þeim er ruglað saman sem og flestum öðrum í sögunni svo af hlýst einn stór misskilningur

Árshátíðin er óvenju vegleg í ár í tilefni 35 ára afmælis skólans. Húsið opnar með tombólu og getraunum klukkan 17:00 á sunnudag en árshátíðin sjálf hefst klukkan 18:00.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.