Fundað um Samfélagsdaginn í kvöld
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. mar 2014 14:16 • Uppfært 20. mar 2014 14:18
Opinn fundur verður um Samfélagsdaginn á Fljótsdalshéraði í Hlymsdölum klukkan 20:00 í kvöld. Á fundinum verður leitað eftir heppilegum verkefnum fyrir Samfélagsdag sem stefnt er á að halda 17. maí.
Markmið dagsins er að virkja íbúa sveitarfélagsins til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum. Um leið er vonast til að dagurinn geti orðið skemmtilegur og árangursríkur, skapað samstöðu og stemmningu meðal íbúanna og skilað öllum betra samfélagi.