Fræðslufundir á Egilsstöðum og í Neskaupstað: Austfirskir svæðisfjölmiðlar

hrafnkell larusson headshotHrafnkell Lárusson, sagnfræðingur og fyrrum forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga, verður með erindi á tveimur fræðslufundum Austurbrúar í vikunni.

Fyrri fræðslufundurinn verður á Vonarlandi á Egilsstöðum þriðjudagskvöldið 25. mars og sá síðari í Kreml í Neskaupstað miðvikudagskvöldið 26. mars. Báðir fundirnr hefjast kl. 20:00.

Markmið fræðslufunda Austurbrúar er að bjóða íbúum ókeypis fróðleik og gefa þeim sem vilja kom á framfæri áhugaverðum rannsóknaniðurstöðum eða öðrum fróðlegum málefnum kost á því.

Hrafnkell hefur frá því um mitt ár í fyrra rannsakað svæðisbundna fjölmiðlun á árunum 1985-2010. Rannsóknin beinist sérstaklega að Austurlandi, en hún er unnin á vegum Háskóla Íslands.

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta samfélagsleg áhrif svæðisbundinnar fjölmiðlunar og hlutverk svæðisfjölmiðla í dreifbýli. Á tímabilinu sem er til rannsóknar störfuðu bæði ljósvaka- og prentmiðlar á Austurlandi. Starfsstöðvar þessara miðla voru allajafna annað hvort á Egilsstöðum eða í Neskaupstað.

Í erindunum mun Hrafnkell fjalla almennt um svæðisfjölmiðlun á Austurlandi en víkja sérstaklega að starfsemi fjölmiðla sem starfræktir voru á hvorum stað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.