Skip to main content

Gufubað í sendibíl: Langaði að gera stórt verk

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. mar 2014 19:25Uppfært 24. mar 2014 19:26

skaftfell veldi andreasMeðal verka á sýningu útskriftarnema myndlistardeildar Listaháskólans, sem stendur yfir í Skaftfelli á Seyðisfirði, er færanlegt gufubað. Listamaðurinn segist hafa heillast af þeim möguleikum sem opnuðust með samstarfi við stálsmiðju staðarins.


Fyrir utan Skaftfell stendur sendiferðabifreið, Mitsubishi L300. Engin sæti eru fyrir farþega fyrir heldur er búið að smíða gufubað í rýminu fyrir aftan bílstjórann.

Verkið er hugarsmíð Andreas Jari Juhani Toriseva sem kom austur nýverið með útskriftarhópi myndlistarnema úr Listaháskólanum. Sýningin Veli í Skaftfelli byggist á verkum sem nemarnir unnu meðan dvöl þeirra stóð en þau eru mörg hver unnin í samstarfi við fyrirtæki á staðnum.

Andreas nýtti sér þau tækifæri sem fólust í samstarfi við Stjörnublástur. „Ég fór að skoða fullt af möguleikum í stálsmiðjunni og fann mig langaði til að gera eitthvað stórt, eitthvað sem myndi virka," segir Andreas.

Hann er ánægður með gufubaðið sem hann telur að standi öðrum slíkum fyllilega snúning. „Þetta er örugglega miklu flottara. Ég get rúntað með það um allt land."