Austurvarp: Fjölbreytt nám í listaakademíu VA nýttist vel við uppsetningu á Litlu hryllingsbúðinni

litla hryllingsbudin va 0053 webLeikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, Djúpið, sýndi nýverið söngleikinn Litlu hryllingsbúðina. Um fimmtíu manns komu að sýningunni, margir þeirra úr listaakademíu skólans.

Akademían er í raun valáfangi sem Svanlaug Aðalsteinsdóttir, sem titlar sig verndara leikfélagsins, stýrir. Hún fær til sín gestakennara sem kenna nemunum ólík viðfangsefni og ráðast meðal annars af hvað þarf fyrir leiksýninguna.

Leikstjóri sýningarinnar var Stefán Benedikt Vilhelmsson en æfingatíminn var skammur á ýmsu gekk. Fyrir frumsýningu þurfti til dæmis að ferja einn hljómsveitarmeðliminn yfir Oddsskarðið á snjósleða vegna ófærðar.

Leikritið segir frá sambandi Baldurs og Auðar sem vinna í Blómabúð Músnikks. Baldri gengur flest í mót í lífinu. Hann er hrifinn af Auði en hún er með ofbeldisfullum tannlækni og viðskiptin í búðinni ganga illa.

Dag einn kemst hann yfir plöntu sem hann nefnir Auður tvö. Viðskiptin fara að blómgast og fyrr en varir sýnir Auður honum áhuga – og ýmsir aðrir líka. Líf Baldurs flækist hins vegar þegar hann kemst að því að lukkuplantan hans nærist á mannablóði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.