Aukasýning á Forsetaheimsókninni í Brúarásskóla
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. mar 2014 12:42 • Uppfært 28. mar 2014 12:43
Aukasýning verður á söngleiknum Forsetaheimsókninni í Brúarásskóla á sunnudag. Leikverkið, sem er frumsamið, er árshátíðarverk nemenda í ár.
Söngleikurinn er eftir Ingunni Snædal en Jón Arngrímsson sér um tónlistarstjórn. Sagan segir frá eigendum hótels sem eiga von á forsetanum í heimsókn en á meðan strýkur fangi úr haldi. Þeim er ruglað saman sem og flestum öðrum í sögunni svo af hlýst einn stór misskilningur
Árshátíðin er óvenju vegleg í tilefni 35 ára afmælis skólans. Söngleikurinn var frumsýndur um síðustu helgi en sérstök aukasýning verður á sunnudaginn klukkan 16:00.